Góðir dagar.

Þá daga sem liðið er hefur gengið vel í matarræðinu, en hreifinginn hefur verið minni en ég ætlaði mér vegna þess að ég er búinn að vera að vinna meira en ég bjóst við. En ég er samt að búinn að vera hreifa mig helling í vinnuni þótt að það sé ekki formlegt. Ég er mjög ánægð með hvað ég er búin að vera duglega að borða engan sykur eða sætindi og ekkert eftir kl 20 nema einu sinni einn banana einu sinni.  

Jæja læt þetta duga í bili. Bið Guð að vera með ykkur.

kær kveðja Rannveig.

Annar dagur liðinn.

Þá er dagur 2 búinn og allt hefur gengið vel fram að þessu bæði í matarræðinu og hreifingunni. Mér hefur alltaf fundist erfiðast fyrstu dagarnir og svo fer að koma metnaður í mann þegar maður er búinn að standa sig í nokkra daga. En verður að passa sig á því að fara ekki verðlauna sjálfan sig með góðgæti. Maður hefur nú fallið í þá grifju. það er að maður hugsar æi ég er búinn að standa sig svo vel að nú á maður skilið að fá sér ís. Nei það gengur ekki nú verður maður að nota reynsluna.

Látið ykkur liða vel elskurnar og eigið þið góða nótt.

kv. Rannveig.

Nýtt upphaf.

Nú ætla ég að fara í átakið aftur og fara skrá það. Frá áramótum hef ég ekkert verið að standa mig. Hvorki í matarræðinu né hreifingunni. Það er bara ef maður byrja á sykri þá kallar það bara á meiri sykur. Ef maður byrja að vera kærulaus og slaka á þá enda það í sófanum. :) En nú er það bara harkan og rífa sig að stað aftur ekkert volæði. Í byrjaði í gær og það gekk bara mjög vel. 

Eigði þið góðan dag. Kær kveðja Rannveig.